Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 971 (17.12.2020) - Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - beiðni um viðræður
Málsnúmer202009112
MálsaðiliFjallabyggð
Skráð afirish
Stofnað dags18.12.2020
NiðurstaðaSamþykkt
Athugasemd
TextiByggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna sem mun fara yfir málið og leggja tillögur fyrir byggðaráð. Lögð er á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð.